Villa Guiggiola

Marche, Ítalia

 

Náttúrugarðurinn í kringum Monte Conero er lítill gimsteinn við Adríahafsströndina með þéttum skógum sem liggja upp að bröttum klettum fyrir ofan óspilltar strendur og klettamyndanir. Staður sem býr yfir mikilli sögu, náttúrufegurð og matarhefðum. Í skógi vöxnum hlíðum Parco Regionale del Conero stendur meira en 200 ára gamalt sveitahús.

Þessi sögulega bygging og landið í kring hefur að mestu staðið ósnortið í marga áratugi en fær nú nýtt líf. Húsið verður endurgert þannig að upprunalegir eiginleikar þess fái sín notið og fær þannig nýtt líf sem íbúðarhúsnæði og myndver/framleiðsluver. Næsti kafli hússins er skrifaður með áhersla á sjálfbærni og kolefnishlutleysi þar sem notast er við endurnýjanlega tækni og náttúruleg byggingarefni.

Myndefni eftir Mattia Fiumani - localbizzarro.com

Previous
Previous

Garðskrifstofa

Next
Next

Leirbyggingin