
Leirbyggingin
Siwa Vin, Egyptaland
Eyðimerkurvinin Siwa í Egyptalandi á sér langa sögu um leirbyggingarlist og þó hún sé afskekkt er hún þýðingarmikill áningarstaður í vestur egypsku eyðimörkinni. Hið manngerða verður að einu með náttúru þar sem eingöngu er hægt að nýta þau byggingarefni sem til eru í nærumhverfinu: jarðleir. Við vorum beðin um að hanna gestahús og vinnustofu staðsetta við aðkomu lóðarinnar til að brúa betur bilið milli einka- og almennings svæðis.
Umhverfisvæn hönnun innblásin af sögu og staðarvali var höfð að leiðarljósi: þykkir moldarveggirnir veita góða einangrun frá eyðimerkurhitanum og nýtast einnig sem loftræsigöng, sérhannaðir vindfangarar eru á þakinu ásamt sólarplötum sem þjóna grunnorkuþörfum byggingarinnar. Byggingarefnin eru að mestu fengin á staðnum en annað fyrirfram tilbúið og sett saman á staðnum: samanþjappaður jarðleir, saltplötur, burðargrind úr pálmatrjám og furu. Byggingin endurómar hefðbundna byggingarlist en er á sama tíma trú samtímanum.





