Þjóðminjasafn Súdan
Khartoum, Súdan
Þjóðminjasafn Súdan við bakka hinnar Bláu Nílar er fjársjóður ríkrar menningarsögu landsins. Aðalbyggingin er klassískt dæmi síðmódernisma hýsir safnmuni sem spanna árþúsunda sögu siðmenninga, trúarbragða og menningarheima. Safngarðarnir eru vitnisburður um hetjudáðir alþjóðlegu herferðarinnar í Núbíu og hýsa fjölda mustera og minja sem bjargað var við byggingu Aswan stíflunnar.
Útboðstillaga okkar varð fyrir valinu en í henni fólst alhliða endurhönnun aðalbyggingarinnar og varanlegrar sýningaraðstöðu innandyra, landslagshönnunar ásamt nýjum musterisskýlum og gestamiðstöð. Hönnunin sótti innblástur til umhverfisins og sögunnar í gegnum þá efnisnotkun sem hefur einkennt Nílardalinn í Súdan í þúsundir ára: meitlað granít og keramik sem notað var til að endurmóta upprunalegar safnbyggingar og í nýbyggingar til að veita safngestum heildstæða og skynjunarríka upplifun. Hönnunin fylgdi sterkum sjálfbærnisforsendum og nýtti þar nýjustu tækni en var um leið sterkmótuð af staðbundnum hefðum.
Verkefni unnið hjá dust architecture í samstarfi með Archinos Architecture og ACE Consulting Engineers Moharram Bakhoum.