Rauður
Suðurland
Í gegnum tíðina hefur þessi hefðbundni timburbústaður smám saman stækkað og þróast í samræmi við þarfir eigenda sinna. Fyrst var bætt við bústaðinn fyrir meira en áratug síðan með viðbyggingu og þar með stækkaði íverurými og stofa.
Við tökum þátt í öðru vaxtarskeiði bústaðsins sem tekur til endurskipulags og stækkunar á eldhúsi og borðstofu.
Stækkunin heldur áfram upprunalegu formi skálans á vesturhlið og myndar þannig nýja glerjaða borðstofu sem opnast út að garðinum og fangar um leið útsýnið. Gott skjól myndast af þakinu og nýja L-laga vængnum sem tengist austurhlið hússins. Einföld smáatriði gefa gaum að því sem fyrir er til að umbreyta hjarta (eða maga) hússins á sem bestan máta.