Garðskrifstofa
Wandsworth, London, UK
Nýir tímar móta nýjar hugmyndir til að koma til móts við óviðráðanlegar aðstæður: óskað var eftir hönnun á garðhýsi sem hægt væri að nýta á sem fjölbreyttastan máta. Nýtt garðhýsi með vinnu- og líkamsræktaraðstöðu auk geymslu tók við af garðskúr. Efnisnotkun og deililausnir samræmast aðalbyggingunni og mynda þannig heildstæða mynd - næðisrými í baklandi borgar.