Naglinn Selfossi

Selfoss, ĺsland

 

Haldin var samkeppni um stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem fól í sér hönnun á nýrri byggingu tengdri Hamri; þáverandi verknámsaðstöðu skólans en innra byrði hennar var einnig breytt og endurnýjað.

Tillaga okkar var að nýbyggingin Naglinn myndi hýsa verklegar stofur málm- og tréiðnaðardeilda sem krefjast stórra rýma með aukinni lofthæð. Sagtennt form byggingarinnar mótaðist af innra skipulagi auk þess sem norðubirtann frá stórum þakgluggum tryggir góða dagsbirtu án glýju. Byggingin er klædd dökku bárujárni, gangrými eru krossviðarklædd og veggir hvítmálaðir í kennslustofum auk þess sem lagnir og loftræstingarkerfi eru sýnileg svo byggingin sjálf geti nýst sem kennslutæki.

Verkefni unnið hjá dust architecture

Previous
Previous

Risíbúðin