
Múrsteinshúsin
East Dulwich, London, UK
Verkefni þetta krafðist góðs jafnvægis milli Viktoríutímabils- og samtímaarkitektúrs til að hægt væri að fá byggingarleyfi. Lóðin er staðsett í hefðbundinni gróðursælli götu í suðaustur London þar sem flest húsin eru tvíbýlishús á tveimur hæðum. Það var því mikil áskorun að fá samþykkt byggingarleyfi fyrir þrem nýjum heimilum öll með kjallara á þröngri lóð. Það hafðist með blæbrigðaríkri samtímahönnun sem styrkti tengsl nýbygginganna við hina hefðbundnu byggð í nágrenninu auk náins samstarfs við borgaryfirvöld.
Við náðum að hámarka möguleika lóðarinnar um leið og nýtt götutungumál skapaðist.
Verkefni unnið hjá dust architecture


