about - 001.jpg

nálgun okkar

 

Við trúum á hið góða. Góðar hugmyndir, gott fólk, góð rými. Góð hönnun sem bætir daglegt líf, stuðlar að staðaranda og lætur til sín taka. Lítið og stórt. Lífið getur verið alvarlegt; það er líka stutt. Nálgun okkar er einföld: markmiðið er sköpun sem virðir fortíð og staðaranda, leikur í núinu og lítur til framtíðar. Sköpun þar sem fólk er kjarninn. Láta gott af sér leiða. 

Lúdika er þannig orðaleikur. Gáskafullur arkitektúr fyrir alla: gáskafullt (ludic tekið frá latneska orðinu ludus) og arkitektúr fyrir alla (fólk tekið frá pólska orðinu lud). Við leitumst við að hanna rými sem eru skemmtileg, falleg og hagnýt. Rými sem veita gleði.

Við höfum ekki sérstakan byggingastíl: hvert verkefni er einstakt ferðalag sem fylgir eigin takti. Við hlustum fyrst. Hefjum samtal og þátttaka hefst. Samvinna með viðskiptavininum, verkefnateyminu og iðnaðarmönnum til að hugmynd verði að veruleika. Samvinna er kjarninn í nálgun okkar.

Það skiptir okkur máli hvernig bygging er byggð, hvaðan efnishlutar koma og hvernig þeir eru settir saman. Við erum meðvituð um áhrifin sem bygging getur haft: á sálina, nærumhverfið, á náttúruna. Við teljum að áhrifin geti verið góð.

about 02.png

við erum

 

Lúdika er arkitektúr- og hönnunarstofa stofnuð af Önnu og Jan þegar þau fluttu til Íslands 2020. Sameiginlega búa þau yfir faglegri reynslu frá arkitektastofum í London, Reykjavík og Cairo. Áður en þau stofnuðu Lúdika unnu þau saman í meira en 8 ár á arkitektastofu í London. Á þeim tíma stækkaði stofan úr lítilli stofu í meðalstóra og áttu þau stóran hlut í þeirri þróun. Þau hafa yfirgripsmikla og heildstæða þekkingu á byggingarferlinu öllu þar sem þau hafa fylgt verkefnum náið eftir frá upphafi til framkvæmdaloka. Reynsla þeirra nær yfir bæði lítil og stór íbúðar- og atvinnuhúsnæði, listasöfn, sýningarsvæði og skólabyggingar.

Anna Karlsdóttir

BArch, DipArch, MArch ARB FAÍ

Anna ólst upp á Íslandi og í Svíþjóð, stundaði nám í Reykjavík, Glasgow og London og er með arkitektaréttindi bæði á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af hönnun íbúðar-, verslunar- og skólahúsnæðis víðsvegar um Bretland, Ísland og Noreg. Hún hefur leitt mörg krefjandi verkefni frá upphafi hönnunar til byggingarloka víðsvegar um Reykjavík, London og Bretland.

Jan Dobrowolski

BArch, DipArch, MArch ARB RIBA RIAS

Jan fæddist í Varsjá, ólst upp í Cairo, lærði í Glasgow og öðlaðist arkitektaréttindi í London þar sem hann bjó og starfaði í rúman áratug. Hann hefur mikla reynslu af hönnun íbúðar-, menningar-, mennta- og verslunarhúsnæðis víðsvegar um Reykjavík, Bretland og Miðausturlönd. Hann hefur hannað og stjórnað flóknum verkefnum frá hönnunarstigi til byggingarloka og hafa verk hans verið gefin út í Bretlandi.

_DSC7436.jpg

þjónusta

 

Hönnun bygginga svo sem nýbyggingar og viðbyggingar, endurbætur á eldra húsnæði, innanhússhönnun.

Stefnumótandi verkefnisnálgun, byggingarleyfisumsóknir, verkefnastjórn.